
Græni túrinn prufukeyrður
30.10.2018
Eitt af samstarfsverkefnum EIMS er þróun ferðaþjónustupakka sem nefnist: "Græni Túrinn". Hann snýst um að vinna með aðilum í ferða- og orkugeiranum að því að þróa pakkaferðir sem byggja á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda á NA-landi. Í október kom til landsins rýnihópur sem prufukeyrði túrinn til að safna gögnum og reynslu til frekari þróun verkefnisins.