Vistorka á Akureyri hefur í nokkur ár boðið hópum upp á skoðunarferðir sem byggir á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Í ferðinni er m.a. komið við í Orkey sem framleiðir lífdísel úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu, farið í metanstöð Norðurorku sem framleiðir metan úr hauggasi úr gömlum sorphaugum í Glerárdag ásamt því að skoða Glerárvirkjanir sem framleiða rafmagn með vatnsafli úr Glerá sem rennur í gegnum Akureyri. Komið hefur í ljós að töluverður áhugi er meðal tiltekins hóps ferðamanna á að taka þátt í slíkum ferðum. Eimur, Vistorka, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur, Landsvirkjun og aðilar í ferðaþjónustu vinna nú að því að þróa ferðapakka sem byggja á þessum þáttum. Vinnuheiti pakkaferðanna er Græni Túrinn og eru nú þrír slíkir í þróun víða um NA-land.
Öxarfjörður býður einnig upp á fjölmarga möguleika til þróunar á slíkum pakkaferðum og er stefnt að því að þróa túr um það svæði í framhaldinu.