Græni túrinn

Vistorka á Akureyri hefur í nokkur ár boðið hópum upp á skoðunarferðir sem byggir á sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Í ferðinni er m.a. komið við í Orkey sem framleiðir lífdísel úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu, farið í metanstöð Norðurorku sem framleiðir metan úr hauggasi úr gömlum sorphaugum í Glerárdag ásamt því að skoða Glerárvirkjanir sem framleiða rafmagn með vatnsafli úr Glerá sem rennur í gegnum Akureyri. Komið hefur í ljós að töluverður áhugi er meðal tiltekins hóps ferðamanna á að taka þátt í slíkum ferðum. Eimur, Vistorka, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur, Landsvirkjun og aðilar í ferðaþjónustu vinna nú að því að þróa ferðapakka sem byggja á þessum þáttum. Vinnuheiti pakkaferðanna er Græni Túrinn og eru nú þrír slíkir í þróun víða um NA-land. 

Græni túrinn I- Akureyri

 • Orkey lífdísilframleiðsla
 • Glerárvirkjanir I og II- vatnsaflsvirkjanir
 • Metanstöð Norðurorku
 • Gámaþjónusta Norðurlands – flokkunarstöð
 • Kalda vatnið í Hlíðafjalli

Græni Túrinn II- Eyjafjörður

 • Molta jarðgerðarstöð
 • Laugaland/Hjalteyri – heitavatnsholur 
 • Vaðlaheiðargöng- nýting heita og kalda vatnsins sem fannst við gerð ganganna
 • Djúpadalsvirkjun- vatnsaflsvirkjanir
 • Brúnalaug- grænmetisframleiðsla með jarðhita

Græni Túrinn III- Mývatn-Húsavík

 • Bjarnarflag- elsta jarðvarmavirkjun landsins
 • Krafla- jarðvarmavirkjun og eldsumbrot
 • Jarðböðin í Mývatnssveit
 • Laxárvirkjun- vatnsaflsvirkjanir
 • Þeistareykir- jarðvarmavirkjun
 • Gróðurhúsin að Hveravöllum- grænmetisræktun með jarðhita
 • Orkustöðin á Húsavík- rafmagnsframleiðsla með lághita
 • Fiskeldið Haukamýri- nýtir kælivatn úr orkustöðinni til fiskeldis
 • Gullfiskatjörnin
 • Sjóböðin á Húsavíkurhöfða- heilsuböð með heitu vatni undan höfðanum 

Öxarfjörður býður einnig upp á fjölmarga möguleika til þróunar á slíkum pakkaferðum og er stefnt að því að þróa túr um það svæði í framhaldinu.